Tölfræði

Lyfjastofnun hefur það hlutverk að vinna tölulegar upplýsingar um lyfjasölu á Íslandi. Upplýsingar þessar nýtast sem hjálpartæki fyrir stjórnvöld við áætlunargerð og gefa jafnframt yfirsýn um lyfjanotkun landsmanna.

Gögn eru birt á eftirfarandi hátt:

  • DDD: Skilgreindir dagskammtar (samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO)
  • DÞD: Skilgreindir dagskammtar fyrir hverja 1.000 íbúa á dag (DDD/1.000 íbúa á dag)

Sjá einnig: ATC flokkun og ATC flokkun dýralyfja með markaðleyfi á Íslandi

Frá ársbyrjun 2007 er upplýsingum safnað beint frá heildsölum í grunn þar sem hægt er að greina sölu niður í lyfjaflokka (ATC-flokka) og einstakar lyfjapakkningar (Vnr.) eða skilgreinda lyfjaskammta (DDD) á hverjum tíma ásamt kostnaði.

Notkun gagna er leyfð ef heimildar er getið.

Túlkun gagna er á ábyrgð notanda.

Vegna úrskurðar velferðarráðuneytisins, dags. 16. janúar 2015, hefur birtingu tölfræðiupplýsinga um sölu lyfja með markaðsleyfi verið hætt, a.m.k. um sinn.


Var efnið hjálplegt? Nei