Ávana- og fíknilyf

Hér fyrir neðan eru Pdf og Excel listar yfir ávana- og fíknilyf sem eru markaðssett á Íslandi. Þau lyf sem eru merkt X eru alltaf eftirritunarskyld. Þau lyf sem eru merkt (X) eru eftirritunarskyld þegar ávísað magn fer yfir tiltekin mörk. Þess er sérstaklega getið þegar einhverjar takmarkanir eru á ávísunarskyldu lyfjanna eins og hámarksmagn sem ávísa má hverju sinni.

Samkvæmt reglugerð um lyfjaávísanir og afgreiðslu lyfja er óheimilt að ávísa með pappírslyfseðli ávana- og fíknilyfi til afgreiðslu hér á landi eftir 31. ágúst 2018. Jafnframt er óheimilt að ávísa umræddum lyfjum símleiðis. Þá gildir ennfremur að ef fyrir er í gildi lyfjaávísun í lyfjaávísanagátt fyrir ávana- og fíknilyfi er ekki heimilt að útbúa aðra lyfjaávísun nema:

i. Ávísað sé á annan styrkleika lyfsins eða annað lyf með öðru virku innihaldsefni.

ii. Fella eigi úr gildi gildandi lyfjaávísun og útbúa nýja.

Óheimilt er að afgreiða lyf í ATC-flokki N06BA01 (amfetamín) og N06BA04 (metýlfenídat) nema fyrir liggi lyfjaskírteini fyrir viðkomandi sjúkling hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Um lyfjaávísanir á eftirritunarskyld lyf gildir að mest má afgreiða 30 daga skammt hverju sinni, og skal 30 daga skammtur ákveðinn út frá notkunarfyrirmælum í lyfjaávísun. Ef notkunarfyrirmæli eru þess eðlis að ekki liggur nákvæmlega fyrir hver 30 daga skammtur skal vera skal læknir tilgreina í lyfjaávísun það magn sem hann heimilar að sé afgreitt. Það magn má ekki vera meira en sem nemur mestu notkun sem læknir gerir ráð fyrir á mánuði, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni.

Um afgreiðslutakmarkanir á lyfjum sem ekki hafa markaðsleyfi eða eru markaðssett sjá skýringar með lyfjaverðskrá.

Ávana- og fíknilyf pdf

Ávana- og fíknilyf Excel


Var efnið hjálplegt? Nei