Fréttir


Fréttir

Til markaðsleyfishafa og umboðsmanna þeirra

Vegna lyfjaskorts

17.7.2019

Lyfið Doloproct (flucortolonum) endaþarmsstílar hefur verið ófáanlegt hjá heildsala um tíma vegna flutnings á markaðsleyfi. Skráða lyfið mun ekki verða fáanlegt aftur. Lyfið er notað sem einkennabundin meðferð við verkjum, bólgu, sviða og kláða í tengslum við gyllinæð, endaþarmsrifur og endaþarmskláða. Doloproct er eina lyfið sem hefur verið á markaði um nokkurt skeið með þessa ábendingu sem og í umræddu lyfjaformi.

Salan á Doloproct endarmsstílum 10 stk árið 2018 var 11.745 pakkningar.

Lyfjastofnun hvetur markaðsleyfishafa og umboðsaðila að skoða hvort þeir eigi endaþarmsstíla með ofangreinda ábendingu sem hægt er að markaðssetja. Mikil eftirspurn er eftir slíku lyfi, og brýnt er að markaðsleyfishafar og umboðsmenn þeirra komi til móts við eftirspurnina og bjóði þetta lyf fyrir íslenska notendur.

Óskráð lyf er fáanlegt eins og stendur en því þarf að ávísa á undanþágu og framboð ekki tryggt. Mikilvægt er að tryggja stöðugt framboð lyfja og fækka lyfjum sem lenda í undanþágukerfinu.

Hafi lyf nú þegar íslenskt markaðsleyfi er bent á þann möguleika að markaðssetja lyfið á grundvelli viðurkennds hámarksverðs ásamt því að fyrir liggi íslenskir lyfjatextar.

Hafi lyf ekki íslenskt markaðsleyfi er bent á núlldaga skráningarferli sem komið var á til að fjölga markaðssettum lyfjum á Íslandi. 

Til baka Senda grein