Sjúklingar haldi áfram að taka metformínlyf
Mikilvægt að hætta ekki meðferð
Fréttir hafa birst um innkallanir nokkurra
metformínlyfja í Bandaríkjunum vegna þess að magn aðskotaefnisins nítrósamíns
reyndist yfir viðmiðunarmörkum.
Lyfjastofnun Evrópu (EMA) metur nú nítrósamínmengun í metformínlyfjum í Evrópu og ráð til notenda lyfjanna eru að sjúklingar haldi áfram að taka þau. Áhættan af heilsutjóni sem fylgdi því að hætta meðferð sykursýki með lyfjunum sé miklu meiri en áhættan af því litla magni af nítrósamíni sem sést hefur í prófunum.
Skilaboð Lyfjastofnunar eru samhljóða skilaboðum EMA. Mikilvægt er að sjúklingar sem taka metformínlyf við sykursýki haldi áfram að taka lyfin.