Fréttir


Fréttir

Nýju fyrirkomulagi um skriflegt umboð frestað aftur – nú til 10. maí

Skrifleg umboð til apóteka auka smithættu

24.3.2020

Sjá nýrri frétt um umboð til afhendingar lyfja (28. september 2020).


Breyttu fyrirkomulagi um afhendingu lyfja, sem taka átti gildi þriðjudaginn 10. mars 2020, hefur verið frestað öðru sinni, nú til 10. maí nk. 

Frestað vegna COVID-19

Í ljósi COVID-19 faraldursins er mikilvægt að draga úr smithættu sem víðast. Skriflegt umboð er þess eðlis að aukin hætta er á að veirur berist manna á milli. Viðskiptavinir apóteka eru eindregið hvattir til að koma ekki með umboð í apótek fyrr en ákvæðið tekur gildi þann 10. maí.

Rétt er að geta þess að unnið er að rafrænni framtíðarlausn vegna umboðs við afhendingu lyfja í samráði við Embætti landlæknis.

Breytt fyrirkomulag að gefnu tilefni

Þann 28. febrúar síðastliðinn tilkynnti Lyfjastofnun um breytt fyrirkomulag varðandi afhendingu lyfja í apótekum á þann veg, að sá sem sækti lyf fyrir annan en sjáflan sig yrði að framvísa umboði frá eiganda lyfjanna.

Ástæður væntanlegs fyrirkomulags eru þær, að komið hafa upp tilvik þar sem lyf hafa verið leyst út af öðrum en eiganda lyfjaávísunar, án heimildar hans. Því er að mati Lyfjastofnunar óhjákvæmilegt að skerpa á túlkun og framkvæmd ákvæðis í 18. grein reglugerðar nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja, þar sem segir m.a.: „Lyf verða einungis afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans ...“. Til að ótvírætt sé hver geti talist umboðsmaður í þessu tilliti, stendur til að kallað verði eftir skriflegu umboði þess sem sækir lyf í apótek fyrir annan en sjálfan sig. Í öllum tilvikum þarf að framvísa persónuskilríkjum, hvort sem um ræðir eiganda eða umboðsmann.

Til baka Senda grein