Fréttir

Ný lyf á markað 1.september 2018

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1.september 2018.

17.9.2018

Ný lyf sem komu á markað 1.september 2018

Alimemazin Evolan, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur alimemazinhýdróklóríð, sem samsvarar 20 mg af alimemazini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað í meðferð við kvíða af völdum áfengissýki og deyfilyfjafíknar (e. narcomania), svefntruflunum hjá fullorðnum og í lyfjaforgjöf. Lyfið er blendingslyf (e. hybrid medicine) við frumlyfið Theralen sem ekki er á markaði á Íslandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Braltus, innöndunarduft, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 16 míkróg af tíótrópíumbrómíði samsvarandi 13 míkrog af tíótrópíumi. Hver gefinn skammtur sem fer í gegnum munnstykki Zonda innöndunartækisins er 10 míkróg af tíótrópíumi úr hverju hylki. Lyfið er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT). Lyfið er blendingslyf (e. hybrid medicine) við frumlyfið Spiriva. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Clarithromycin Krka, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 250 mg eða 500 mg af clarithromycini. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum og börnum 12 ára og eldri við bakteríusýkingum af völdum clarithromycinnæmra baktería. Lyfið er samheitalyf frumlyfsins Klacid. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Fluconazol Krka, hylki. Hvert hylki inniheldur 50 mg, 150 mg eða 200 mg af fluconazoli. Hylkin innihalda laktósa. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn. Fluconazol Krka 200 mg hylki innihalda einnig asórúbín (E122) sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar við ýmsum sveppasýkingum, fullorðnum til fyrirbyggjandi meðferðar við ýmsum sveppasýkingum. Einnig er er lyfið ætlað börnum og unglingum á aldrinum 0-17 ára til meðferðar ýmsum sveppasýkingum. Lyfið er samheitalyf frumlyfsins Diflucan. Lyfið er lyfseðilsskylt. 

Lomudal, augndropar, lausn. 1 ml af augndropum inniheldur 20 mg af natríumkrómóglíkati. Hjálparefni með þekkta verkun en benzalkónklóríð. Lyfið er ætlað til meðferðar við ofnæmisbólgum í augnslímhúð, árstíðabundnum og stöðugum. Lyfið var áður á markaði á Íslandi en var tekið af markaði í nóvember 2017. Það kemur nú aftur á markað. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Rabeprazol Medical Valley, magasýruþolnar töflur. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 10 eða 20 mg af rabeprazolnatríum sem jafngildir 9,42 eða 18,85 mg af rabeprazoli. Rabeprazol er prótonpumpuhemill sem verkar í maga. Lyfið bælir seytingu saltsýru í maga og eru áhrifin skammtaháð og leiða til hömlunar á bæði grunn- og örvaðri sýrulosun. Lyfið er meðal annars notað í einkennameðferð við vélindabakflæði auk annarra sjúkdóma. Lyfið er samheitalyf frumlyfsins Pariet. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Til baka Senda grein