Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. maí 2018

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1.maí 2018.

16.5.2018

Ný lyf sem komu á markað 1.maí 2018.

Amorolfin Apofri, 5% lyfjalakk á neglur. 1 ml af lyfjalakki á neglur inniheldur amorolfin hýdróklóríð, sem jafngildir 50 mg af amorolfini. Lyfið er ætlað til notkunar gegn sveppasýkingum í nöglum án áhrifa á grunnbyggingu naglar. Lyfið er lausasölulyf.

Celecoxib Medical, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 100 mg eða 200 mg af celecoxibi. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á einkennum slitgigtar, iktsýki og hrygggiktar hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Cetirizin STADA, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg af cetirizin tvíhýdróklóríði. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til að draga úr einkennum frá nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs og til að draga úr einkennum langvinns ofsakláða af óþekktum orsökum. Lyfið er lausasölulyf.

DuoResp Spiromax, Innöndunarduft. Hver skammtur, sem fer út um munnstykki Spiromax, inniheldur 160 eða 320 míkrógrömm af búdesóníði og 4,5 eða 9 míkrógrömm af formóterólfúmarat tvíhýdrati. Þetta samsvarar mældum skammti sem nemur 200 eða 400 míkrógrömmum af búdesóníði og 6 eða 12 míkrógrömmum af formóterólfúmarat tvíhýdrati. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er eingöngu ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri og er notað við astma og við langvinnri lungnateppu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ezetimib Actavis, töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg af ezetimibi. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til noktunar gegn frumkominni kólesterólhækkun, til þess að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma, arfhreinni ættgenginni kólesterólhækkun og arfhreinni sítósterólhækkun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ezetimib Krka, töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg af ezetimibi. Lyfið er ætlað til noktunar gegn frumkominni kólesterólhækkun, fyrirbyggjandi meðferð við hjarta- og æðasjúkdómum, arfhreinni ættgenginni kólesterólhækkun og arfhreinni sítósterólhækkun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Finasterid STADA, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg af finasteridi. Lyfið er ætlað til meðferðar og stjórn á góðkynja stækkun blöðruhálskirtils til að valda rýrnun á stækkuðum blöðruhálskirtli, bæta þvagrennsli og einkenni sem tengjast góðkynja stækkun blöðruhálskirtils og til að draga úr líkum á bráðri þvagteppu og draga úr þörf fyrir aðgerð, þ.m.t. aðgerð á blöðruhálskirtli gegnum þvagrás (TURT) og brottnámi blöðruhálskirtils. Lyfið er lyfseðilsskylt. 

Midodrin Evolan, töflur. Hver tafla inniheldur 2,5 eða 5 mg af midodrin hýdróklóríði. Lyfið er ætlað fullorðnum til meðferðar við verulegum réttstöðulágþrýstingi vegna truflunar í ósjálfráða taugakerfinu, þegar aðrar meðferðir og aðgerðir til leiðréttingar hafa ekki borið árangur. Lyfið er lyfseðilsskylt. 

Softacort, Augndropar, lausn í stakskammtaíláti. 1 ml af augndropum inniheldur 3,35 mg af hydrocortisonnatríumfosfati. Einn dropi inniheldur um það bil 0,12 mg af hydrocortisonnatríumfosfati. Lyfið er ætlað til meðferðar við vægum ofnæmis- eða bólgusjúkdómum í augnslímhúð sem eru ekki smitandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Suliqua, stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 300 einingar af glargíninsúlíni og 100 eða 150 míkgróg af lixisenatidi í 3 ml lausn. Hver ml inniheldur 100 einingar af glargíninsúlíni og 33 eða 50 míkróg lixisenatidi. Hjálparefni með þekkta verkun er metakresol. Lyfið er í samsettri meðferð með metformini ætlað til meðferðar hjá fullorðnum með sykursýki af tegund 2, til þess að bæta blóðsykurstjórn, þegar hún hefur ekki náðst með metformini einu sér eða samhliða öðru blóðsykurslækkandi lyfi til inntöku eða ásamt grunninsúlíni. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Til baka Senda grein