Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. júlí 2019

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. júlí 2019.

3.7.2019

Ný lyf á markað 1. júlí 2019

Lyf fyrir menn

Aprepitant Medical Valley, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 125 mg eða 80 mg af aprepitani. Lyfið inniheldur súkrósa. Ef óþol fyrir sumum sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn. Lyfið er notað til þess að fyrirbyggja ógleði og uppköst í tengslum við krabbameinslyfjameðferð sem er afar eða miðlungs uppsöluvaldandi hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri. Lyfið er samheitalyf lyfsins Emend og er lyfseðilsskylt.

Estrogel, hlaup. 1 g af hlaupi inniheldur 0,6 mg af estradíóli. Lyfið er notað sem hormónauppbótarmeðferð (HRT) við einkennum estrógenskorts hjá konum eftir tíðahvörf og til varnar gegn beinþynningu eftir tíðahvörf hjá konum sem er sérstaklega hætt við beinbrotum og mega ekki taka eða hentar ekki önnur lyf, sem ætluð eru til varnar gegn beinþynningu. Lyfið var áður á markaði en fór af markaði 1. desember síðastliðinn. Það kemur nú aftur á markað. Lyfið er lyfseðilsskylt og er frumlyf.

Solifenacin Mylan, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 eða 10 mg af solifenacinsúccínati, sem samsvarar 3,8 mg eða 7,5 mg af solifenacini. Solifenacin Mylan inniheldur laktósa. Ef sjúklingur hefur arfgengt galaktósaóþol, laktasaþurrð eða glúkósa-galaktósavanfrásog skal hann ekki nota lyfið. Lyfið er ætlað til meðferðar á einkennum bráðs þvagleka og/eða tíðum þvaglátum ásamt bráðri þvaglátaþörf, sem koma fram hjá sjúklingum með heilkenni ofvirkrar þvagblöðru. Lyfið er samheitalyf lyfsins Vesicare og er lyfseðilsskylt.

Til baka Senda grein