Fréttir


Fréttir

Metoprolol Actavis - Tímabundið í sænskum umbúðum

12.10.2010

Til að koma í veg fyrir skort á Metoprolol Actavis hefur Lyfjastofnun veitt tímabundna heimild til sölu lyfsins í sænskum pakkningum. Styrkleiki lyfsins er tilgreindur með öðrum hætti en markaðsleyfi þess segir til um. Í stað 23,75 mg stendur 25 mg á sænsku umbúðunum, í stað 47,5 mg stendur 50 mg og í stað 95 mg stendur 100 mg. Einnig breytast pakkningastærðir fyrir 47,5 mg og 95 mg, þ.e. í stað 98 stk. pakkninga koma 100 stk. pakkningar.

Actavis staðfestir að um sama lyf sé að ræða og uppfylli skilyrði markaðsleyfis hér á landi og að lyfið sé úr sama skráningarferli.Til baka Senda grein