Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. október 2010

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. október 2010.

4.10.2010

Af tæknilegum ástæðum verður ekki unnt að uppfæra lyfjaskrá á vef Lyfjastofnunar um þessi mánaðamót.

Nýtt lyf

Prolia stungulyf, lausn, 60 mg/ml. Lyfið inniheldur denosumab sem er einstofna mótefni. Það er ætlað til meðferðar við beintapi og beinþynningu. Prolia dregur úr hættu á samfallsbrotum í hryggjarliðum og öðrum beinbrotum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Samantekt á eiginleikum lyfs    Fylgiseðill

 

Nýtt lyfjaform

Norvir filmuhúðuð tafla, 100 mg.

Samantekt á eiginleikum lyfs    Fylgiseðill

 

Nýtt dýralyf

Vetergesic vet stungulyf, lausn, 300 míkróg/ml. Virka efnið nefnist búprenorfín. Það er ætlað til verkjastillandi meðferðar hunda og katta eftir skurðaðgerðir. Einnig fyrir hunda til að auka róandi verkun lyfja, sem hafa miðlæg áhrif. Lyfið er eftirritunarskylt.

Samantekt á eiginleikum lyfs    Fylgiseðill

 

Listi yfir lyf markaðssett 2010 er hér.Til baka Senda grein