Fréttir


Fréttir

Ábending til lyfsöluleyfishafa, lyfjafræðinga og annarra starfsmanna í lyfjabúðum - vegna dóms um skjalafals - falsaðir lyfseðlar

30.9.2010

Nýlega féll dómur í héraðsdómi Reykjaness, þar sem m.a. var ákært fyrir skjalafals. Viðkomandi framvísaði alls sex lyfseðlum í tveimur lyfjabúðum, sem allir höfðu verið falsaðir frá grunni á lyfseðilseyðublöðum sem viðkomandi hafði tekið ófrjálsri hendi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, til að svíkja út lyf í lyfjabúðum.

Dómurinn er mikilvæg árétting þess að lyfsöluleyfishafar, lyfjafræðingar og annað starfsfólk í lyfjabúðum vandi nú sem endranær til allrar afgreiðslu lyfseðla og afhendingar lyfja í lyfjabúðum, því tilraunum til falsana á lyfseðlum virðist hafa fjölgað undanfarið.

Lyfjastofnun minnir auk þess á nauðsyn þess að sá sem afhendir sjúklingi eða umboðsmanni hans lyf fullvissi sig um réttmæti afhendingarinnar með því að óska eftir persónuskilríkjum og riti á bakhlið lyfseðils dagsetningu og nafn sitt eða fangamark með skýrum hætti til staðfestingar þess að lyf séu afhent réttum aðila.Til baka Senda grein