Fréttir


Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu rannsakar enn tengsl svefnfloga og Pandemrix bóluefnis

Fyrirliggjandi gögn staðfesta ekki tengsl - frekari upplýsingaöflun nauðsynleg

24.9.2010

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, hefur yfirfarið öll fyrirliggjandi gögn um hugsanleg tengsl milli bóluefnisins Pandemrix sem notað er við inflúensu af stofni A(H1N1) svokallaðri svínaflensu. Nefndin lítur svo á að ekki liggi fyrir nægjanlegar vísbendingar sem staðfesti að orsakasamband sé milli bólusetningar með Pandemrix og svefnflogatilfella sem skráð hafa verið.

Svefnflog eða drómasýki (e. narcolepsy) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum svefntruflunum m.a getur óstjórnleg syfja hellst allt í einu yfir drómasjúka. Þetta veldur því að fólk sofnar, yfirleitt í um 2-5 mínútur, og vaknar svo aftur endurnært.

Yfir 30 milljónir Evrópubúa hafa verið bólusettir með Pandemrix og yfir 80 tilkynningar um svefnflog hafa borist frá heilbrigðisstarfsfólki, flestar í Svíþjóð og Noregi. Ekkert tilvik hefur komið upp á Íslandi.

Rannsókn þessi er flókin og mun niðurstöðu ekki að vænta fyrr en eftir 3-6 mánuði.Til baka Senda grein