Fréttir


Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu mælir með tímabundinni niðurfellingu markaðsleyfa lyfja sem innihalda rósiglítasón

Lyf sem innihalda virka efnið rósiglítasón verða tekin af markaði og verða ekki fáanleg í Evrópu að minnsta kosti um sinn.

23.9.2010

Lyfjastofnun Evrópu mælir með að lyf sem innihalda virka efnið rósiglítasón verði tekin af markaði í Evrópu.

Sjúklingum sem tekið hafa þessi lyf er bent á að ráðfæra sig við lækni um annað meðferðarúrræði. Sjúklingum er ráðlagt að hætta ekki meðferð án samráðs við lækni.

Ástæðu tímabundinnar niðurfellingar markaðleyfis þessara lyfja má rekja til niðurstöðu rannsóknar sem birtist í læknatímaritinu New England Journal of Medicine um að lyf sem innihalda virka efnið rósiglítasón auki líkur á hjartaáfalli og sagt var frá í frétt á vef Lyfjastofnunar 19. október 2007. Síðar hafa tvær rannsóknir til viðbótar bent til sömu niðurstöðu.

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP, lítur því svo á að áhættan við notkun umræddra lyfja vegi þyngra en kostir þeirra.

Lyf sem innihalda rósiglítasón voru fyrst markaðsett í Evrópu árið 2000 og eru ætluð til meðferðar við sykursýki fullorðinna. Á Íslandi hafa lyfin Avandia og Avandamet verið á markaði.

Sjá fréttatilkynningu Lyfjastofnunar EvrópuTil baka Senda grein