Breytt birting á íslenskum staðalformum fyrir lyfjatexta hjá Lyfjastofnun Evrópu
Eftir að ný vefsíða Lyfjastofnunar Evrópu var tekin í gagnið í sumar hafa íslenskar þýðingar á staðalformum lyfjatexta verið vistaðar á mismunandi stöðum á vefsíðunni. Þær eru nú í fellilista með öðrum þýðingum.
Eftir að ný vefsíða Lyfjastofnunar Evrópu var tekin í gagnið í sumar hafa íslenskar þýðingar á staðalformum lyfjatexta verið vistaðar á mismunandi stöðum á vefsíðunni. Eftir nýlega breytingu má finna textana í fellilista með öðrum þýðingum. Enskan er sjálfvalin í glugga en með því að nota fellilistann má velja íslensku sem er staðsett neðst í listanum, ath. ekki í stafrófsröðinni.
Hið sama gildir um staðalform fyrir dýralyfjatexta.
Einnig má finna þessa síður með því að fara í gegnum vefsíðu Lyfjastofnunar – leyfisveitingar lyfja og textaleiðbeiningar.