Ný lyf á markað 1. september
Ný lyf
Kaliumklorid B. Braun innrennslisþykkni, lausn, 1 mmól/ml. Lyfið er notað við blóðkalíumlækkun sem ekki er hægt að meðhöndla með inntöku. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir.
Latanoprost Actavis augndropar, lausn, 50 míkróg/ml. Latanóprost tilheyrir flokki lyfja sem kallast prostaglandín hliðstæður. Lyfið lækkar þrýsting í auga með því að auka náttúrulegt útflæði vökva úr auganu út í blóðrásina. Það er notað við gleiðhornsgláku og hækkuðum þrýstingi í auga. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Naloxon B. Braun stungulyf, lausn, 0,4 mg/ml. Naloxon er notað til leiðréttingar að fullu eða að hluta á miðtaugakerfisbælingu og sérstaklega á öndunarbælingu vegna náttúrulegra eða tilbúinna ópíóíða og til greiningar á grunaðri bráðri ofskömmtun eða eitrun af völdum ópíóíða. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir.
Natriumklorid B. Braun innrennslisþykkni, lausn, 1 mmól/ml. Lyfið er notað við natríumklóríðskorti. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir.
Nýr styrkleiki
Topiramat Actavis filmuhúðuð tafla, 50 mg.
Listi yfir lyf markaðssett 2010 er hér.