Fréttir


Fréttir

Áhættumat fyrir lyf sem innihalda rósiglítasón uppfært

Lyfjastofnun Evrópu sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er frá endurskoðun á áhættumati lyfja sem innihalda rósiglítasón.

22.7.2010

Lyfjastofnun Evrópu er um þessar mundir að yfirfara gögn um lyf sem innihalda virka efnið rósiglítasón og hugsanleg þýðingu nýrra rannsóknargagna hvort kostir umræddra lyfja vegi upp áhættuna við notkun þeirra.

Lyf sem innihalda rósiglítasón hafa verið til sérstakrar skoðunar síðan 2007 vegna gruns um að þau auki líkur á hjartaáfalli.

Sjá fréttir á vef Lyfjastofnunar 24.5.2007, 19.10.2007 og 25.1.2008

Rósiglítasón er ætlað til meðferðar fyrir sjúklinga sem hafa sykursýki af tegund 2. Á Íslandi eru tvö lyf á markaði sem innihalda rósiglítasón, Avandia og Avandamet.

Fréttatilkynning Lyfjastofnunar Evrópu

Til baka Senda grein