Leiðbeiningar um gerð lyfjaauglýsinga til umsagnar
Lyfjastofnun óskar eftir umsögnum um drög að leiðbeiningum um gerð lyfjaauglýsinga sem beint er að almenningi.
Lyfjastofnun hefur eftirlit með lyfjaauglýsingum, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 18. gr. lyfjalaga.
Fyrirhugað er að Lyfjastofnun birti á vef stofnunarinnar leiðbeiningar um gerð lyfjaauglýsinga sem beint er að almenningi.
Leiðbeiningarnar eru ætlaðar þeim sem hyggjast auglýsa lyf fyrir almenning og eru til útskýringar á gildandi lögum og reglugerðum.
Lyfjastofnun óskar eftir umsögnum um drögin og skulu þær sendar á [email protected] fyrir 21. ágúst nk.
Drög að leiðbeiningum um gerð lyfjaauglýsinga fyrir almenning