Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. júlí

Stutt samantekt um ný lyf á markaði 1. júlí 2010.

5.7.2010

Ný lyf

Clopidogrel Actavis filmuhúðuð tafla, 75 mg. Með því að hindra samloðun blóðflagna, dregur klópídógrel úr líkum á myndun blóðkekkja (segamyndun). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Mebeverin Dura filmuhúðuð tafla, 135 mg. Mebeverin hefur krampalosandi verkun og er notað við samdráttarverkjum í meltingarvegi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Mozobil stungulyf, lausn, 20 mg/ml. Mozobil inniheldur virka innihaldsefnið plerixafor. Það er ætlað til notkunar ásamt hvítkornavaxtarþætti (G-CSF) til að auka losun á blóðmyndandi stofnfrumum til útæðablóðs, sem síðan er safnað saman og í kjölfarið notað til samgena ígræðslu í sjúklinga sem eru með eitilfrumukrabbamein og mergæxlager og losa frumur ekki nægilega vel. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir og aðeins sérfræðingar í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum mega ávísa því.

Quinine Sulphate Actavis filmuhúðuð tafla, 200 mg. Kínin er notað við sinadrætti í fótum að næturlagi hjá fullorðnum og öldruðum. Einnig hefur það verið notað við malaraíu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ný samhliða innflutt lyf

Clopidogrel Krka (Lyfis) filmuhúðuð tafla, 75 mg.

Oprymea (Lyfis) tafla, 0,088 mg, 0,18 mg og 0,7 mg.

Reyataz (Lyfjaver) hylki, hart, 150 mg og 200 mg.

 

Ný dýralyf

Prazitel Plus tafla, 50/144/150 mg. Lyfið inniheldur þrjú virk efni: prazíkvantel, pýrantel og febantel. Það er notað við sýkingum í hundum af völdum ýmissa tegunda þráðorma og bandorma. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Quadrisol hlaup til inntöku fyrir hesta, 100 mg/ml. Virka efnið í Quadrisol nefnist vedaprofen. Það dregur úr bólgu og sársauka vegna kvilla í stoðkerfi og mjúkvef (vegna áverka og skurðsára). Lyfið er lyfseðilsskylt.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2010 er hér.Til baka Senda grein