Fréttir


Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu tilkynnir alvarlega aukaverkun af völdum Tysabri

13.8.2008

Tvær tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun Evrópu um alvarlegar aukaverkanir sem tengdar eru notkun á lyfinu Tysabri (natalizumab), sem ætlað er til notkunar við MS‑sjúkdómi (multiple sclerosis). Aukaverkunin felst í ágengri fjölhreiðra innlyksuheilabólgu (Progressive multifocal leukoencephalopathy – PML) sem lýsir sér með svipuðum hætti og MS-köst.

Aukaverkunin kom fram hjá sjúklingum sem fengið höfðu Tysabri í einlyfjameðferð í meira en eitt ár.

Í fréttatilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu segir að sérfræðinganefnd stofnunarinnar um lyf fyrir menn (CHMP) hafi metið þessi tvö tilvik og Elan, sem er markaðsleyfishafi Tysabri, hafi verið beðinn að leggja fram öll gögn sem fyrirtækið býr yfir um Tysabri. Á grundvelli þeirra mun CHMP taka ákvörðun um framhaldið.

Tysabri fékk markaðsleyfi á Íslandi í júlí 2006 og var markaðsett ári síðar. Heilbrigðisstarfsfólki hefur verið sent bréf um þessa aukaverkun.

Sjá fréttatilkynningu EMEATil baka Senda grein