Fréttir


Fréttir

Dauðsfall af völdum Therma Power fæðubótarefnis með efedríni og koffeini

29.1.2008

Danska lyfjastofnunin sendi í dag frá sér viðvörun um notkun Therma Power og annarra hliðstæðra fæðubótarefna sem notuð eru í megrunarskyni. Ástæðan er sú að Therma Power er talið hafa valdið dauða 36 ára gamals manns. Með réttarkrufningu var staðfest að í hinum látna fannst mikið af efedríni og dánarorsök var blóðtappi í hjarta.

Á síðastliðnum tveimur árum hefur danska lyfjastofnunin skráð þrjú alvarleg aukaverkanatilvik sem tengjast þessu fæðubótarefni.

Tvær tegundir Therma Power eru á markaði, blátt og rautt. Rautt Therma Power inniheldur svo mikið efedrín og koffein að það getur verið skaðlegt heilsu manna. Blátt Therma Power inniheldur varasama samsetningu af synefríni og koffeini. Athygli er vakin á því að Therma Power sem inniheldur ofangreind efni er ólöglegt á Íslandi.Til baka Senda grein