Fréttir


Fréttir

Fyrstu skref að sameiginlegum norrænum lyfjamarkaði

25.1.2008

Fyrstu skref að sameiginlegum norrænum lyfjamarkaði

Ísland og Svíþjóð taka þátt í tilraunaverkefni

Skortur á nauðsynlegum lyfjum hefur verið vandamál á litlum mörkuðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Vinnuhópur á vegum forstjóra lyfjastofnana EES hefur verið að skoða slík vandamál bæði vegna lyfja fyrir dýr og menn og reynt að finna lausnir. Heilbrigðisráðherrar Norðurlanda hafa einnig rætt vandamál af þessum toga. Í kjölfar þeirrar umræðu var settur á laggirnar norrænn vinnuhópur sem fékk það verkefni að kanna möguleika á sameiginlegum norrænum lyfjamarkaði. Vinnuhópurinn ákvað á fundi sínum að hefja tilraunaverkefni með þátttöku Íslands og Svíþjóðar um samstarf við að veita markaðsleyfi fyrir lyf með gagnkvæmri viðurkenningu (Mutual Recognition and Decentralised Procedure). Þegar Svíþjóð sem viðmiðunarland (Reference Member State) fær umsókn um markaðsleyfi samkvæmt þessum ferlum verður markaðsleyfishafi beðinn um að bæta Íslandi við ef það er ekki þátttökuríki frá upphafi. Verkefnið verður endurskoðað að hálfu ári liðnu. Þetta samstarf Íslands og Svíþjóðar gerir ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld samþykki mat Svía á umsókninni.

Tengiliður slíkra umsókna hjá Lyfjastofnun er Þorbjörg Kjartansdóttir , tölvupóstfang [email protected] og hjá sænsku lyfjastofnuninni er Caroline Håkansson tölvupóstfang [email protected].

Fulltrúar í norræna vinnuhópnum eru: Rannveig Gunnarsdóttir, Íslandi, formaður,

Ingolf J. Petersen, Íslandi,

Anna Skat Nielsen, Danmörku,

Mette Aaboe Hansen, Danmörku,

Paul Schüder, Danmörku,

Pekka Järvinen, Finnlandi,

Gro Ramsten Wesenberg, Noregi,

Christer Backman, Svíþjóð.Til baka Senda grein