Fréttir


Fréttir

Yfirlýsing EMEA um öryggi bóluefnis við leghálskrabbameini

25.1.2008

Gardasil fékk markaðsleyfi á Íslandi í september 2006 og á árinu 2007 voru 27 skammtar seldir hér á landi.

Samkvæmt upplýsingum Lyfjastofnunar Evrópu hafa borist tilkynningar um skjótan og óvæntan dauða nokkurra kvenna sem fengið hafa lyfið og eru tvö tilvikanna frá Evrópu.

Þrátt fyrir þessar tilkynningar er sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um mannalyf (CHMP) á þeirri skoðun að kostir Gardasils séu meiri en áhættan við notkun þess og ekki sé ástæða til að breyta samantekt um eiginleika lyfsins að svo stöddu.

Lyfjastofnun Evrópu mun fylgjast grannt með öryggi lyfsins í framtíðinni og grípa til viðeigandi ráðstafana ef þess gerist þörf.

Fréttatilkynning EMEATil baka Senda grein