Varnaðarorð og frábendingar vegna sykursýkislyfsins rosiglitazon
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (CHMP) ákvað á fundi nú í janúar að ekki sé ráðlegt að gefa sykursýkislyfið rosiglitazon sjúklingum með blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta og/eða sjúkdóm í útlægum slagæðum. Einnig var samþykkt að ekki mætti gefa sjúklingum með bráða hjartasjúkdóma t.d. hjartaöng eða hjartadrep lyfið, þar sem rannsóknir á þessum sjúklingahópum skorti.
Lyf sem fáanleg eru á Íslandi og innihalda rosiglitazon eru Avandia og Avandamet.
Sjá einnig frétt Lyfjastofnunar frá 19. október 2007.