Fréttir


Fréttir

Uppfærður listi yfir lyf sem veitt hefur verið íslenskt markaðsleyfi en eru ekki markaðssett

Notkun í undanþágukerfinu

6.2.2017

Með dreifibréfi, dags. 7. október 2008, greindi Lyfjastofnun frá þeirri ákvörðun að birtur verði á heimasíðu stofnunarinnar listi yfir lyf sem veitt hefur verið íslenskt markaðsleyfi og eru ekki markaðssett en eru í notkun á grundvelli undanþágubeiðni sem Lyfjastofnun hefur samþykkt.

Listinn var fyrst birtur 1. desember 2008. Í þessari uppfærslu falla af listanum 2 lyf sem nú hafa verið markaðssett. Á listann bætist 1 lyf. Listinn er ekki tæmandi og verður uppfærður eftir því sem efni gefst til.

28 lyf á listanum voru notuð á árinu 2016. Lyfjastofnun hvetur markaðsleyfishafa og umboðsmenn til að gera gangskör að því að markaðssetja lyfin og komast þannig hjá notkun í undanþágukerfinu og fyrirhöfn sem slíku fylgir, auk þess sem markaðssetningu fylgir að fyrir liggur öryggis- og fræðsluefni þegar það á við.

Komi til markaðssetningar/samhliða innflutnings lyfs hérlendis verður það fellt af listanum þegar upplýsingar um lyfið hafa verið birtar í lyfjaskrám og lyfið er fáanlegt.

Sjá lista

Til baka Senda grein