Nýtt lyfjaútibú í Þorlákshöfn
Nýtt lyfjaútibú í flokki tvö, frá Apótekaranum Höfða opnar 7. desember í Þorlákshöfn. Lyfjaútibúið er staðsett að Selvogsbraut 41, 815 Þorlákshöfn. Á sama tíma lokar lyfjaútibú í flokki þrjú, sem rekið var á sama stað frá Apótekaranum Hveragerði. Rekstrarleyfishafi er áfram Lyf og heilsa hf.