Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. desember 2016

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. desember 2016

5.12.2016

Amoxibactin vet. Töflur. Hver tafla inniheldur 50 mg eða 250 mg af amoxicillíni. Lyfið er ætlað til meðferðar við sýkingum í hundum og köttum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Carbaglu. Dreifitöflur. Hver tafla inniheldur 200 mg af carglumsýru. Lyfið er ætlað til meðferðar við hækkuðu ammóníaki í blóði. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum og við sérfræðinga í taugasjúkdómum.

Cetrotide. Stungulyfsstofn og leysir, lausn. Eitt hettuglas inniheldur 0,25 mg af cetrórelixi (sem asetat). Lyfið er notað til að koma í veg fyrir ótímabært egglos hjá konum sem eru í ófrjósemismeðferð. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingahjálp og við sérfræðinga í innkirtlasjúkdómum.

Cyclospray vet. Húðúði, dreifa handa nautgripum, sauðfé og svínum. Hvert gramm inniheldur 78,6 mg af klórtetracyklín klóríði. Lyfið er ætlað til stuðningsmeðferðar við sýkingum í húðsárum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Meloxoral. Mixtúra, dreifa handa hundum. 1 ml inniheldur 1,5 mg meloxicam. Lyfið er ætlað til að draga úr bólgu og verkjum vegna bráðra eða langvinnra kvilla í stoðkerfi hjá hundum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Osphos. Stungulyf, lausn handa hestum. 1 ml inniheldur 51 mg af klódrónsýru. Lyfinu er ætlað að draga úr klínískri helti í framfæti sem tengist uppsogsferlum bátsbeinsins (navicular bone) hjá fullorðnum hestum. Lyfið er lyfseðilsskylt og skal það gefið af dýralækni.

Simvastatin LYFIS. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg, 20 mg eða 40 mg af simvastatíni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar við kólesterólhækkun og til að koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Tresiba. Stungulyf, lausn. 1 ml inniheldur 100 einingar eða 200 einingar af deglúdekinsúlíni. Lyfið er ætlað til meðferðar við sykursýki hjá fullorðnum, unglingum og börnum frá 1 árs aldri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Til baka Senda grein