Fréttir


Fréttir

Heimild heildsala til að selja þrjú óskráð lyf án undanþágunúmers framlengd

15.11.2016

Þann 1. desember 2015 var tekið í gagnið rafrænt undanþágukerfi og á sama tíma féll niður sérstakur undanþágulisti. Til þess að koma í veg fyrir óhagræði fyrir þá sjúklinga sem áttu lyfseðla fyrir lyf á þessum lista sem gefnir voru út áður en undanþágulistinn féll niður var heildsölum heimilt að selja þessi lyf áfram til 1. desember 2016 án þess að fá númer samþykktrar undanþágu frá Lyfjastofnun líkt og undanþágukerfið gerir ráð fyrir.

Um næstu mánaðamót verða allir lyfseðlar sem gefnir voru út á tíma undanþágulistans fallnir úr gildi og þess vegna ekki lengur þörf á áðurnefndri heimild.

Til að hraða afgreiðslu í lyfjabúðum á nánar tilgreindum lyfjum þegar nauðsyn ber til hefur Lyfjastofnun ákveðið að framlengja í eitt ár heimild heildsala til að selja fimm vörunúmer án þess að fyrir liggi samþykkt undanþágunúmer. Um er að ræða:
945850 – Atosil 25 mg/ml stungulyf, 5 x 2 ml (vegna afgreiðslu í skipskistur)
961484 – Atosil 25 mg/ml stungulyf, 5 x 2 ml (vegna afgreiðslu í skipskistur)
007997 – Betapred 0,5 mg lausnartöflur 30 stk.
015381 – Betapred 0,5 mg lausnartöflur 100 stk.
944852 – Glycerol infant endaþarmsstílar 12 stk.

Heimild þessi gildir til 1. desember 2017.
Til baka Senda grein