Lyf undir sérstöku eftirliti – svarti þríhyrningurinn ▼
Sérstök auðkenning lyfja, svarti þríhyrningurinn ▼, er í fylgiseðlum og samantektum á eiginleikum (SmPC) lyfja sem eru undir sérstöku eftirliti. Lyf undir sérstöku eftirliti eru lyf með nýju virku efni eða lyf sem lyfjastofnanir krefjast frekari rannsókna á, svo sem á langtímanotkun og sjaldgæfum aukaverkunum. Sjá nánar hér.
Fyrstu fimm árin eftir að nýtt lyf kemur á markað eru talin þau mikilvægustu í sambandi við skráningu aukaverkana. Þá eru lyfin undir sérstöku eftirliti og auðkennd með svörtum þríhyrningi. Allar aukaverkanir lyfja með svörtum þríhyrningi á að tilkynna til Lyfjastofnunar. Sjá lista yfir ný lyf.