Fréttir


Fréttir

Aukaverkanatilkynningar auka öryggi lyfja

7.11.2016

Allir geta tilkynnt aukaverkun lyfs til Lyfjastofnunar

Lyfjastofnun tekur við aukaverkanatilkynningum frá heilbrigðisstarfsmönnum, þ.m.t. dýralæknum og almenningi. Þær eru færðar inn í Evrópskan gagnagrunn (EudraVigilance) þar sem þær eru nýttar af sérfræðingum á vegum lyfjastofnana einstakra Evrópulanda og Lyfjastofnunar Evrópu til að fylgjast með öryggi lyfja og leita leiða til að minnka líkur á aukaverkunum. Þannig er söfnun og rannsókn á aukaverkanatilkynningum forsenda fyrir bættu lyfjaöryggi sjúklinga.

Til að tryggja öryggi sjúklinga eins og best verður á kosið er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að lyfjameðferð, einstaklingar sem nota lyf og umönnunaraðilar þeirra leggi hönd á plóginn. Mikilvægur þáttur í þessu sambandi er að tilkynna Lyfjastofnun þegar grunur er um aukaverkanir af völdum lyfja. Þetta á jafnt við um mannalyf og dýralyf.

Hægt er að tilkynna aukaverkanir á vef Lyfjastofnunar, á þar til gerðum vefeyðublöðum. Þar eru jafnframt leiðbeiningar og almennar upplýsingar um aukaverkanir.

Hvað er aukaverkun?

Aukaverkun er skaðleg og ótilætluð verkun lyfs. Ekki þarf að vera búið að sanna tengsl lyfs og aukaverkunar áður en tilkynnt er. Grunur um aukaverkun lyfs dugar til að aukaverkun sé tilkynnt.

Góð ráð til heilbrigðisstarfsfólks:

Hvað á að tilkynna?

  • Aukaverkanir, eða grun um aukaverkanir,  sem gerast á Íslandi skal tilkynna beint til Lyfjastofnunar.
  • Aukaverkanir sem eru flokkaðar sem algengar/mjög algengar aukaverkanir í samantekt á eiginleikum lyfs/fylgiseðli þarf þó ekki að tilkynna nema þær séu alvarlegar.
  • Vert er að minna lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk á að fyrstu fimm árin eftir að nýtt lyf kemur á markað eru talin þau mikilvægustu í sambandi við skráningu aukaverkana. Þá eru lyfin undir sérstöku eftirliti og auðkennd með svörtum þríhyrningi. Sjá lista yfir ný lyf.
  • Jafnframt er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir vegna rangrar notkunar lyfs, eitrunar, ofskömmtunar, misnotkunar, verkunarleysis eða notkunar án samþykktrar ábendingar.

Góð ráð til almennings:

Fylgiseðla lyfja er að finna í pakkningu lyfsins og þá má einnig finna í sérlyfjaskrá. Hægt er að lesa sér til um þekktar aukaverkanir lyfsins í fylgiseðli.

Ef grunur leikur á að aukaverkunar hafi orðið vart gerið þá eftirfarandi:


Sjá einnig: Spurt og svarað um lyfjagát

https://www.youtube.com/watch?v=7LlIyfz3iHA

Til baka Senda grein