Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. nóvember 2016

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. nóvember 2016

4.11.2016

Cinacalcet Mylan. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 30 mg, 60 mg eða 90 mg af cinacalceti. Lyfið er ætlað til meðferðar á afleiddri kalkvakaofseytingu (secondary hyperparathyroidism [HPT]) og til að draga úr blóðkalsíumhækkun hjá sjúklingum með krabbamein í kalkkirtli eða frumkomna kalkvakaofseytingu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Duspatalin Retard. Forðahylki. Hvert hylki inniheldur 200 mg af mebeverinhýdróklóríði. Lyfið er notað við krömpum í meltingarvegi hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ibuprofen Bril. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 200 mg, 400 mg eða 600 mg íbúprófen. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar við verkjum svo sem höfuðverk, tíðaverkjum, tannverk og hita eða verki vegna kvefs. Einnig við verkjum og bólgu þegar um liðagigtarsjúkdóma er að ræða og við sársaukafullum þrota og bólgu eftir skaða á mjúkvef. Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu.

Lixiana. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 15 mg, 30 mg eða 60 mg af edoxabani (sem tósílat). Lyfið er ætlað til meðferðar við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE), og forvörn gegn endurtekinni segamyndun hjá fullorðnum Lyfið er lyfseðilsskylt.

Rasagiline Mylan. Töflur. Hver tafla inniheldur 1 mg af rasagilíni. Lyfið er ætlað til meðferðar við Parkinsonsjúkdómi af óþekktum uppruna í einlyfjameðferð eða viðbótarmeðferð hjá sjúklingum sem eru með sveiflur eftir síðasta skammt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Somavert. Stungulyfsstofn og leysir, lausn. Eitt hettuglas inniheldur 15 mg eða 20 mg pegvisomant. Hjálparefni með þekkta verkun er natríum. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með æsavöxt (acromegaly) sem ekki hafa sýnt nægilega svörun við skurðaðgerð og/eða geislameðferð og viðeigandi lyfjameðferð. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í efnaskipta- og innkirtlalækningum.

Strefen/Strefen Orange Sukkerfri. Munnsogstöflur. Hver tafla inniheldur 8,75 mg flurbiprofen. Hjálparefni með þekkta verkun eru glúkósi og súkrósi í Strefen en ísómalt og maltitól í Strefen Orange Sukkerfri. Lyfið er notað sem skammtímameðferð til að draga úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Lyfið fæst án lyfseðils.

TREVICTA. Stungulyf, forðadreifa. Hver áfyllt sprauta inniheldur 175 mg, 263 mg, 350 mg eða 525 mg af paliperidoni. Lyfið er þriggja-mánaða inndæling ætluð sem viðhaldsmeðferð við geðklofa hjá fullorðnum sem eru klínískt stöðugir á meðferð með eins-mánaðar paliperidon stungulyfi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Til baka Senda grein