Fréttir


Fréttir

Lyfjastofnun 16 ára

2.11.2016

Lyfjastofnun varð til 1. nóvember 2000 með sameiningu Lyfjaeftirlits ríkisins og Lyfjanefndar ríkisins. Stofnunin á því 16 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni afmælisins hefur Lyfjastofnun opnað síðu á Facebook.

Með þátttöku á Facebook vill stofnunin leggja sitt af mörkum til að auka sýnileika og aðgengi stofnunarinnar á vettvangi sem auðveldar gagnkvæm og opin samskipti stofnunarinnar við hagsmunaaðila. Vonast er til þess að framtakið auðveldi upplýsingaflæði til almennings og annarra hagsmunaaðila.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri opnaði Facebook-síðu Lyfjastofnunar á 16 ára afmæli stofnunarinnar.


Til baka Senda grein