Fréttir


Fréttir

Verkefni Lyfjastofnunar hlýtur styrk

1.11.2016

Lyfjastofnun var einn átta styrkþega sem hlutu úthlutun styrks vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu þetta árið. Velferðarráðuneytið úthlutar styrkjunum.

Verkefni Lyfjastofnunar sem hlaut styrkinn er unnið af þverfaglegum hópi starfsmanna stofnunarinnar og miðar að því að auka öryggi við geymslu lyfja á íslenskum heimilum og efla skil á lyfjum, sem ekki er not fyrir, til eyðingar í apótek. Tölfræði frá Eitrunarmiðstöð Landspítalans bendir m.a. til þess að öruggri geymslu lyfja á heimilum sé ábótavant og að lyfjaeitranir hjá börnum 6 ára og yngri séu of algengar.

Verkefnið hefur einnig verið styrkt af Lyfjafræðingafélagi Íslands.

Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar og verkefnastjóri verkefnisins tók við styrknum af Kristjáni Þór Júlíussyni velferðarráðherra fyrr í vikunni.

Kristján Þór Júlíusson velferðarráðherra og Jana Rós Reynisdóttir deildarstjóri upplýsingadeildar hjá Lyfjastofnun.

Til baka Senda grein