Fréttir


Fréttir

Mebeverin-lyf aftur á markað 1. nóvember (Duspatalin Retard forðahylki)

Nýtt lyf sem inniheldur mebeverin verður fáanlegt frá og með 1. nóvember

31.10.2016

Lyfið Mebeverin Dura hefur ekki fengist í tvo mánuði og er ekki væntanlegt aftur á markað í bráð. Á því tímabili sem lyfið hefur ekki fengist hafa læknar þurft að sækja sérstaklega um notkun á óskráðu sérlyfi fyrir þá sjúklinga sem þurfa á lyfinu að halda. Hinn 1. nóvember verður lyf sem inniheldur mebeverín aftur fáanlegt á markaði en þá kemur lyfið Duspatalin Retard á markað. Duspatalin Retard eru forðahylki sem innihalda 200 mg af mebeverínhýdróklóríði en Mebeverin Dura voru töflur án forðaverkunar. Hér er því einnig um annað lyfjaform að ræða. Upplýsingar um Duspatalin Retard eru birtar í Sérlyfjaskrá, sjá hér upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk og fylgiseðill lyfsins fyrir sjúklinga.

Til baka Senda grein