Fréttir


Fréttir

Notkun lyfja sem innihalda ópíóíða eykst á Íslandi

27.10.2016

Nýlega sendi FDA, Matvæla- og lyfjastofnunin í Bandaríkjunum, frá sér viðvörun um samhliða notkun ópíóíða og benzódíazepínlyfja. Þar kemur fram að eftir ítarlega rannsókn á fyrirliggjandi gögnum sé ástæða til að herða á viðvörunum til heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga um hættu þess að nota ópíóíða samhliða benzódíazepínlyfjum. Í fylgiseðlum og samantektum um eiginleika ópíóíð lyfja (SmPC) sem eru á markaði hér á landi er viðvörun um samhliðanotkun með róandi lyfjum, svefnlyfjum, sefandi lyfjum og þunglyndislyfjum.

Á árinu 2015 fengu yfir átta þúsund Íslendingar ávísað bæði ópíóíðum og benzódíazepín lyfjum á einhverjum tíma ársins.

Þá hefur nefnd sérfræðinga (The Coordination Group for Mutual Recognition and Decentralised Procedures – Human (CMDh)) á vegum lyfjastofnana aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins varað við því að kódein sé gefið  börnum undir 12 ára aldri við hósta og kvefi og unglingum á aldrinum 12 til 18 ára sem eru með öndunarerfiðleika. Viðvörunin er vegna aukaverkana sem lýsa sér í öndunarbælingu.

Á undanförnum árum hefur notkun lyfja sem innihalda ópíóíða vaxið á Íslandi en dregist saman á öðrum Norðurlöndum.

Sjá grein um notkun ópíóíða á Íslandi

Til baka Senda grein