Lyfjastofnun Evrópu opnar aðgang að gögnum klínískra lyfjarannsókna
Þann 20. október sl. opnaði Lyfjastofnun Evrópu (EMA) aðgang að gögnum klínískra rannsókna fyrir mannalyf sem eru leyfð á Evrópska efnahagssvæðinu. Gögnin verða aðgengileg á sérstakri heimasíðu sem EMA hefur nú opnað.
Þetta þýðir að hver sem er getur nú nálgast gögn úr klínískum rannsóknarskýrslum sem EMA eru látnar í té af fyrirtækjum sem sækja um markaðsleyfi lyfja.
EMA er fyrsta lyfjayfirvald heims til þess að veita eins víðtækan aðgang að klínískum upplýsingum og þennan.