Fréttir


Fréttir

Matvælastofnun varar við ólöglegu lyfjaefni í megrunartei

19.10.2016

Matvælastofnun (MAST) varar við þremur tegundum af megrunartei sem reynst hafa innihaldið síbútramín. Efnið er ekki gefið upp í innihaldslýsingu á vörunum.

MAST varar við eftirfarandi vörum

Hvað er síbútramín og hvers vegna er inntaka þess ekki ráðlögð?

Árið 2010 komst sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) að þeirri niðurstöðu að áhættan við notkun síbútramíns við meðhöndlun á offitu vegi þyngra en ávinningur þess og lagði því til að markaðsleyfi lyfja sem innihalda síbútramín yrðu innkölluð tímabundið á Evrópska efnahagssvæðinu. Í kjölfarið ráðlagði Lyfjastofnun m.a. starfandi læknum á Íslandi að hætta ávísunum lyfja sem innihalda síbútramín og apótekum að hætta afgreiðslu lyfseðla á lyf með síbútramín.

MAST hefur ekki upplýsingar um að þessar vörur fáist í verslunum hérlendis en útilokar þó ekki að þær séu fáanlegar, einkum í netsölu. Verði neytendur varir við þessar vörur eru þeir hvattir til að neyta þeirra ekki og tilkynna MAST um hvar þær voru í boði.

Frétt Matvælastofnunar um ólöglegt lyfjavirkt efni í megrunartei

Sjá einnig: Sala lyfja á samfélagsmiðlum og söluvefjum á netinu er óheimil

Til baka Senda grein