Meistaranemar í lyfjafræði við Háskóla Íslands í heimsókn hjá Lyfjastofnun
Heimsókn lyfjafræðinema við Háskóla Íslands (HÍ) er orðinn árlegur viðburður og fyrr í vikunni fékk Lyfjastofnun heimsókn frá meistaranemum í lyfjafræði við HÍ. Nemarnir hlýddu á kynningu þar sem starfsemi stofnunarinnar, erlendu samstarfi og helstu verkefnum sem eru á döfinni hjá Lyfjastofnun voru gerð skil.