Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. október 2016

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. október 2016

4.10.2016

Aripiprazole Medical Valley. Töflur. Hver tafla inniheldur 5 mg, 10 mg eða 15 mg aripíprazól. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar á geðklofa hjá fullorðnum og unglingum. Það er einnig ætlað til meðferðar á meðalalvarlegu/alvarlegu oflæti hjá sjúklingum með geðhvarfasýki I og til þess að fyrirbyggja nýtt oflætiskast. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Descovy. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 200 mg af emtrícítabíni og tenófóvír alafenamíð fúmarat sem jafngildir 10 mg af tenófóvír alafenamíði. Lyfið er ætlað samhliða öðrum andretróveirulyfjum til meðferðar hjá fullorðnum og unglingum sem eru smitaðir af alnæmisveiru af gerð 1 (HIV-1). Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum.

Dobutamin Medical. Innrennslisþykkni, lausn. Hver lykja með 20 ml af innrennslisþykkni inniheldur 280 mg af dobutaminhýdróklóríði, sem jafngildir 250 mg af dobutamini. Lyfið er ætlað sjúklingum þegar auka þarf samdráttarkraft hjartans við meðferð á hjartabilun vegna skertrar samdráttarhæfni, annað hvort af völdum vefræns hjartasjúkdóms eða hjartaaðgerðar. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Epclusa. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 400 mg sófosbúvír og 100 mg velpatasvír. Lyfið er ætlað til meðferðar gegn langvinnri lifrarbólgu C hjá fullorðnum. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sérfræðinga í meltingarfærasjúkdómum með sérþekkingu á lifrarsjúkdómum.

Kyprolis. Innrennslisstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 60 mg af carfilzomibi. Kyprolis í samsetningu með annaðhvort lenalidomidi og dexamethasoni eða dexamethasoni eingöngu er ætlað til meðferðar á mergæxli hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa fengið að minnsta kosti eina meðferð áður. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum.

Oncaspar. Stungulyf/innrennslislyf, lausn. Einn ml af lausn inniheldur 750 einingar af pegaspargasa. Lyfið er ætlað sem hluti af samsettri meðferð með æxlishemjandi lyfjum við bráðu eitilfrumuhvítblæði. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum. 

Wilzin. Hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 25 mg af zínki (samsvarandi 83,92 mg zínkasetat díhýdrat) eða 50 mg af zínki (samsvarandi 167,84 mg zínkasetat díhýdrat). Lyfið er notað við Wilsons sjúkdómi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Til baka Senda grein