Fréttir


Fréttir

Mycostatin af markaði

26.9.2016

Mycostatin mixtúra (nystatin) verður afskráð 1. október næstkomandi samkvæmt ósk markaðsleyfishafa.

Gert er ráð fyrir að undanþágulyfið Nystimex 100.000 a.e./ml mixtúra, dreifa í norskum pakkningum verði fáanlegt á næstu dögum og læknar geta ávísað því með rafrænum undanþágulyfseðli, jafnt sem undanþágulyfseðli á pappír. Nystimex inniheldur virka efnið nystatin.

Rétt eins og við á um önnur undanþágulyf gildir að íslenskir lyfjatextar eru ekki birtir í www.serlyfjaskra.is og fylgiseðill á íslensku er ekki í pakkningu lyfsins. Lyfið er markaðssett í Noregi og upplýsingar um lyfið á norsku eru í Fælleskatalogen.

Sjá einnig: Af hverju eru markaðsleyfi lyfja felld niður (lyf afskráð) eða lyf tekin af markaði?
Til baka Senda grein