Fréttir


Fréttir

Lyfjamálastjóri velferðarráðuneytisins kjörinn formaður stýrinefndar Evrópuráðsins um lyf og lyfjafræðilega þjónustu

24.9.2016

Fyrr í vikunni var Einar Magnússon, lyfjamálastjóri velferðarráðuneytisins kjörinn formaður stýrinefndar Evrópuráðsins um lyf og lyfjafræðilega þjónustu. Nefndin heyrir undir ráðherraráð Evrópuráðsins og starfar í nánum tengslum við Evrópustofnun um gæði lyfja og heilbrigðisþjónustu í Strassborg (EDQM).

Meðal hlutverka nefndarinnar er að lágmarka skaðleg áhrif sem fölsuð lyf geta haft á heilsu almennings sem hefur meðal annars verið gert með MEDICRIME sáttmálanum. MEDICRIME er fyrsti og eini alþjóðlegi sáttmálinn sem fjallar um alþjóðlegt samstarf lögreglu, lyfjaeftirlits og tollayfirvalda til að sporna við fölsun lyfja, sölu þeirra og dreifingu en einnig aðra glæpi tengda lyfjum sem geta verið skaðlegir heilsu fólks. Í október 2011 var sáttmálinn undirritaður fyrir Íslands hönd af þáverandi velferðarráðherra og innanríkisráðherra.

Sjá einnig: Frétt velferðarráðuneytisins um kjör Einars Magnússonar.

Til baka Senda grein