Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. september 2016

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. september 2016

7.9.2016

Canicaral vet. Tafla fyrir hunda. Hver tafla inniheldur 40 mg eða 160 mg karprófen. Lyfið er ætlað til að draga úr bólgu og verkjum af völdum stoðkerfiskvilla og slitgigtar. Einnig til að draga úr verkjum eftir aðgerðir í kjölfar verkjameðhöndlunar með stungulyfi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Lonsurf. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 15 mg af tríflúridíni og 6,14 mg af tipiracíli eða 20 mg af tríflúridíni og 8,19 mg af tipiracíli. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar við krabbameini í ristli eða endaþarmi með meinvörpum hjá fullorðnum sjúklingum sem áður hafa fengið meðferð með eða eru ekki taldir koma til greina til meðferðar með tiltækum meðferðarúrræðum. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Odefsey. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 200 mg af emtrícítabíni, 25 mg af rilpiviríni og tenófóvír alafenamíð fúmarat, sem jafngildir 25 mg af tenófóvír alafenamíði. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum og unglingum sem eru sýktir af alnæmisveiru 1 (HIV-1). Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum.

Sildenafil LYFIS. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 50 mg eða 100 mg sildenafíl. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar við ristruflunum hjá karlmönnum, en það er þegar stinning getnaðarlims næst ekki eða helst ekki nægilega lengi til að viðkomandi geti haft samfarir á viðunandi hátt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Til baka Senda grein