Fréttir


Fréttir

Listi yfir lyf sem heimilt er að selja án lyfseðils

6.9.2016

Eftirfarandi er listi yfir lyf sem heimilt er að selja í lausasölu og eru á markaði á Íslandi. Með „lausasölu“ er átt við að heimilt sé að selja viðkomandi lyf eða skilgreinda pakkningu lyfs án lyfseðils. Lausasöluheimild gildir um fleiri lyf/pakkningar sem hafa íslenskt markaðsleyfi, en á listanum eru einungis tilgreind þau lyf sem eru í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá á hverjum tíma.

Almennar upplýsingar um lausasöluheimildir er hægt að finna í eftirfarandi lista með því að sía út (L) Ekki lyfseðilsskylt og (L,R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt úr dálknum Afgreiðslutilhögun. Þá er hægt að sjá í dálknum Markaðssett hvort lyfið sé á markaði á Íslandi eða ekki.

Markaðsleyfishafi sækir sérstaklega um heimild til að selja lyf í lausasölu á Íslandi. Við mat á umsóknum um lausasölu eru hafðar til hliðsjónar evrópsku leiðbeiningarnar: A GUIDELINE ON CHANGING THE CLASSIFICATION FOR THE SUPPLY OF A MEDICINAL PRODUCT FOR HUMAN USE 

Markaðsleyfishafi sækir m.a. um stærðir á lausasölupakkningum og miðast þær venjulega við hámarks meðferðarlengd með lyfinu eins og heimilað er fyrir lausasölu.

Á markaði geta verið lyf með sama innihaldsefni, í sama styrkleika og pakkningastærð, annars vegar lyfseðilsskyld og hins vegar í lausasölu. Þetta getur skýrst af því að markaðsleyfishafi þarf að sækja um lausasöluheimild lyfsins og sjá til þess að kröfur til lausasöluheimildar séu uppfylltar, m.a. fylgiseðlar og áletranir.

Verðlagning lausasölulyfja ætluð mönnum er frjáls en er þó birt í lyfjaverðskrá. Slíkt er til þæginda fyrir m.a. lyfjabúðir og einnig visst öryggi fólgið í því að í lyfjaverðskrá kemur fram hvort viðkomandi pakkning lyfs er lausasölupakkning eða ekki. Sömu upplýsingar eru birtar í sérlyfjaskránni. Í lyfjaverðskrá koma hins vegar ekki fram takmarkanir sem gilda um sum lausasölulyf. Takmarkanirnar eru tilgreindar í sérlyfjaskránni en einnig á listanum sem hér er birtur.

Á listanum er lyfjaheiti og lyfjaform, virkt innihaldsefni, styrkleiki, pakkningastærð, norrænt vörunúmer, ATC flokkur og upplýsingar um takmarkanir á lausasöluheimild.

Nánari upplýsingar um lausasölu lyfja má finna undir Spurt og svarað.

Til baka Senda grein