Fréttir


Fréttir

Til dýralækna: Lyfjastofnun Evrópu mælir með afturköllun markaðsleyfis Velactis 

5.8.2016

Vegna alvarlegra aukaverkana sem tilkynnt hefur verið um eftir notkun Velactis hjá mjólkurkúm hefur sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um dýralyf (CVMP) metið lyfið á ný með tilliti til ávinnings og áhættu. Í ljósi mikils fjölda og alvarleika þeirra aukaverkana sem tilkynnt hefur verið um eftir notkun lyfsins í annars heilbrigðum mjólkurkúm er það mat CVMP að áhættan sé meiri en ávinningur lyfsins og mælir því með að Velactis verði tekið tímabundið af markaði í Evrópu.

Velactis hefur ekki verið markaðsett á Íslandi.

Sjá einnig: Alvarlegra aukaverkana orðið vart vegna notkunar Velactis í kúm

Fréttatilkynning EMA í heild sinni

Til baka Senda grein