Fréttir


Fréttir

Ný lyf á markað 1. ágúst 2016

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. ágúst 2016

4.8.2016

Abstral. Tungurótartöflur. Hver tungurótartafla inniheldur 100, 200, 300, 400, 600 eða 800 míkróg af fentanýli (sem sítrat). Lyfið er ætlað til meðhöndlunar gegnumbrotsverkja hjá fullorðnum sjúklingum í ópíóíðameðferð við langvinnum verkjum vegna krabbameins. Lyfið er eftirritunarskylt.

Adcetris. Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 50 mg af brentuximabvedotini. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með CD30+ Hodgkins eitlaæxli eða með altæk villivaxtar-stóreitilfrumuæxli sem hafa tekið sig upp aftur eða svara ekki meðferð. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum.

Hexvix. Duft og leysir fyrir þvagblöðrulausn.Eftir blöndun í 50 ml af leysi inniheldur 1 ml af lausninni 1,7 mg af hexamínólevúlínati, sem samsvarar 8 mmól/l lausn af hexamínólevúlínati. Lyfið er notað við blöðruspeglun með bláljósa flúrljómun til viðbótar við hefðbundna blöðruspeglun með hvítu ljósi við sjúkdómsgreiningu og meðferð krabbameins í þvagblöðru. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Til baka Senda grein