Fréttir

Lyfjastofnun skrifar undir samstarfssamning við Medicines Evaluation Board í Hollandi

16.3.2016

Í síðasta mánuði skrifaði forstjóri Lyfjastofnunar, Rúna Hauksdóttir Hvannberg, undir samstarfssamning við hollensku lyfjastofnunina, Medicines Evaluation Board. Samningurinn kveður m.a. á um aukið samstarf á milli íslensku og hollensku stofnananna og munu sérfræðingar Lyfjastofnunar koma til með að sinna ýmsum verkefnum fyrir hollensku stofnunina. Þessi samningur er sambærilegur öðrum samningum sem hollenska stofnunin hefur verið að gera við aðrar lyfjastofnanir.

Á myndinni hér að ofan takast Rúna, forstjóri Lyfjastofnunar og Hugo Hurts, forstjóri hollensku lyfjastofnunarinnar í hendur eftir undirritun samningsins.

Til baka Senda grein