Fréttir

Gott samstarf Lyfjastofnunar við Bland.is

Forsvarsmenn Bland.is bregðast skjótt við þegar Lyfjastofnun bendir á ólöglegar auglýsingar um lyf til sölu á söluvefnum.

10.3.2016

Í framhaldi af frétt Lyfjastofnunar frá 4. mars sl. um ólöglega sölu lyfja á samfélagsmiðlum og söluvefjum á netinu vill stofnunin koma því á framfæri að gott samstarf hefur lengi verið milli Bland.is og Lyfjastofnunar. Forsvarsmenn söluvefjarins hafa brugðist skjótt við ábendingum Lyfjastofnunar og lokað á alla aðila sem selja lyf ólöglega á vefnum þeirra þegar stofnunin hefur óskað eftir því.

Til baka Senda grein