Fréttir

Birting upplýsinga í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá - Uppfærðar leiðbeiningar og eyðublað

9.3.2016

Leiðbeiningar um birtingu upplýsinga í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá, sem og eyðublað um hið sama hefur verið uppfært. Breytingarnar sem um ræðir eru lagfæringar til samræmis við breyttar forsendur, þ.e. ekki er lengur farið fram á staðfestingu birgða og í stað vísunar í viðauka II (B) er nú einungis vísað í viðauka II hvað varðar sérstök skilyrði markaðsleyfis.

Enskur texti leiðbeininganna og eyðublaðsins hefur einnig verið uppfærður.
Til baka Senda grein