Fréttir

Tímabundin undanþága fyrir Cerenia

Cerenia 10 mg/ml  stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti - Breytt norrænt vörunúmer.

11.2.2015

Til að koma í veg fyrir skort, hefur Lyfjastofnun, að höfðu samráði við lyfjagreiðslunefnd, veitt heimild til sölu neðangreindrar pakkningar þar til upplýsingar birtast í lyfjaskrám 1. apríl nk.

Nýtt vörunúmer: 56 56 85  Cerenia 10 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 20 ml.

Eldra vörunúmer sömu lyfjapakkningar var 06 14 51.

Heimildin gildir út mars 2015. Frá og með 1. apríl 2015 verður nýtt norrænt vörunúmer í lyfjaskrám.

Til baka Senda grein