Fréttir

Ávísunarheimild fyrir lyf sem innihalda modafinil breytt

Frá 1. mars nk. verða lyf sem innihalda modafinil Z-merkt, þ.e. ávísun þeirra takmörkuð við sérfræðinga í geðlækningum og taugalækningum.

6.2.2015

Ávísunarheimild fyrir lyf sem innihalda modafinil verður takmörkuð frá 1. mars nk.  þannig að ávísun þeirra verður eingöngu heimil sérfræðingum í geðlækningum og taugalækningum. Á markaði eru sérlyfin Modiodal og Modafinil Bluefish. Skilyrði um ávísun lyfsins hafa í nokkurn tíma eingöngu verið tekin fram í samþykktum textum fyrir lyfið (samantekt á eiginleikum lyfs) en eru nú skýrð frekar með ofangreindri takmörkun (Z-merkingu).
Fjölnota lyfseðlar sem gefnir eru út fyrir 1. mars en eru ekki fullnýttir halda gildi sínu þar til þeir eru fullnýttir eða renna út.

Til baka Senda grein