Fréttir

Nýr formaður Lyfjagreiðslunefndar

Guðrún I. Gylfadóttir lyfjafræðingur hefur verið skipuð nýr formaður Lyfjagreiðslunefndar frá 1. febrúar.

5.2.2015

Guðrún sem undanfarin ár hefur verið deildarstjóri lyfjadeildar Sjúkratrygginga Íslands hefur fengið leyfi frá störfum til að sinna tímabundið formennsku og framkvæmdastjórastarfi Lyfjagreiðslunefndarinnar.

Guðrún tekur við af Rúnu Hauksdóttur Hvannberg sem tók við embætti forstjóra Lyfjastofnunar um síðustu mánaðarmót.

Sjá frétt velferðarráðuneytisins


Til baka Senda grein